Gufárós

Frábær ferð fyrir alla fjölskylduna !
  • Lengd: 2-3 kls.
  • Næstu ferðir; í maí
  • Hittumst á: Ölvaldstöðum 4, í reiðhöllinni
  • Hvar: 311 Borgarnes

Skemmtileg tveggja klukkustunda ferð, þar sem farið er niður að Hvítá og meðfram bökkum hennar sem er jökulá úr Eiríksjökli. Fallegt landslag og mikil fjallsýn upp í Langjökul og Eiríksjökul einnig sést vel til Skessuhorns, Hafnafjalls og Skarðsheiðar.
Ein elsta brú landsins séð úr fjarska (1928). Farið á slóðir þar sem Skallagrímur Kveldúlfsson landnámsmaður kom að landi við Gufárós og hafði aðsetur um tíma.

Á þessum slóður gætir sjáfarfalla og þurfa ferðirnar því að vera skipulagðar útfrá því.
Tekin er stutt hvíld í miðri ferð þar sem fólki gefst kostur á að fara á snyrtingu.
Í þessum ferðum gefst fólki kostur á því að fá að ríða út í vatn.

Það sem við sköffum:
  • Reiðhjálm
  • Reiðhanska
Gott að hafa með:
  • Vatnshelda skó
  • Vindjakka/úlpu
  • Góðan hlífðarfatnað sem er lipur.