Reiðskóli

Fyrir byrjendur og einnig lengra komna !
  • Lengd: 5 dagar, 3klst í senn.
  • Skólinn byrjar: Í júní
  • Hittumst í: Ölvaldstöðum 4, í reiðhöllinni
  • Hvar: 311 Borgarnes

Reiðskóli hefur verið starfandi á Ölvaldsstöðum síðan 1979.
Guðrún rekur reiðskóla fyrir börn og unglinga frá byrjun júlí fram í lok ágúst.
Hún sérhæfir sig í kennslu barna frá 6 ára aldri. Reiðskólinn er í 5 daga, frá kl 13-16 og hafa nemendur með sér nesti sem þau borða útí náttúrunni í miðjum reiðtúr, sem farin er á hverjum degi.
Allir nemendur læra að beisla, kemba og leggja á.
Guðrún nýtir sér landslagið í kennslunni til að fá jafnvægi nemenda, t.d upp og niður brekkur og mikið farið í og yfir vatn.

Það sem við sköffum:
-Reiðhjálm
-Reiðhanska

Gott að hafa með:
-Vatnshelda skó
- Vindjakka/úlpu
- Góðan hlífðarfatnað sem er lipur.

Reiðnámskeið i sumar2019:
11-15. Júní (lítið vanir) ath þetta námskeið byrjar á þriðjudegi og endar fyrir hadegi á laugardegi.
18-22. Júní (byrjendur) ath þetta námskeið byrjar á þriðjudegi og endar fyrir hadegi á laugardegi.
24-28.júní (einhvað vanir)

8-12. Júlí (byrjendur-litið vanir)
15-19. Júlí (lítið vanir)
22-26.júlí (einhvað vanir)

12-16.ágúst (meira vanir)